Verð á rafmagni og heitu vatni óbreytt

Stjórn Norðurorku hefur ákveðið að endurskoða fyrirhugaðar breytingar á verðská fyrirtækisins, samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir þetta ár var gert ráð fyrir að verðskrá hækkaði til  þess að mæta hluta vísitöluhækkunar frá desember 2012 til desember 2013. 

Stjórnin telur sig hafa lagt sitt af  mörkum til að stemma stigu við víxlhækkunum verðlags með það að leiðarljósi að leggja sitt af mörkum til að auka stöðugleika í samfélaginu. Verðskrá hitaveitu og rafmagns verður óbreytt. Vatnsgjaldið hækkar uum 4 % og er sú hækkun vegna mikilla fjárfestina á þessu ári, en fyrirhugað er að byggja nýjan vatnsgeymi ofan við bæinn auk endurnýjunar lagna ofan úr Hesjuvallalindum í Hlíðarfjalli. Tengigjöld allra veitna hækka sömuleiðis um 4 %, en stór hluti gjaldanna byggja á aðfluttum aðföngum, sem hafa hækkað í innkaupum. Í tilkynningu frá Norðurorku er áréttað að verðskrár hitaveitu og rafveitu hafa lækkað mikið að raungildi og hitaveitunnar einnig að krónutölu, frá því hún fór hæst.

Nýjast