Velferðarráð veitir styrki Grófin,Frú Ragnheiður og Jólaaðstoðin fá styrki
Velferðarráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að veita nokkra styrki til velferðarmála. Aðrir sem sóttu um fengu ekki að þessu sinni. Grófin sem sinnir geðrækt sótti um 8 milljónir króna til velferðarráðs vegna húsnæðisvanda og fjármögnunar. Ráðið veitt Grófinni styrk að upphæði ein milljón króna. Rauði krossinn sótti um styrk vegna starfsemi Frú Ragnheiðar, samtals ein milljón króna í þrjú ár. Velferðarráð samþykkti styrk að upphæð ein milljón. Loks varð Velferðarráð fyrir beiðni um að styrkja Jólaaðstoðina sem úthlutar til einstaklinga og fjölskyldna á Eyjafjarðarsvæðinu. Velferðarráð gat ekki orðið við erindi frá ADHD samtökunum sem óskuðu eftir styrk til að styðja við fræðslu samtakanna. Einnig hafnaði ráði að veita Stígamótum styrk vegna reksturs samtakanna. Félag talmeinafræðinga sótti um ótilgreindan styrk vegna ráðstefnuhalds en velferðarráð varð ekki við því erindi Þá varð ráðið helur ekki við erindi frá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis sem sótti um styrk að upphæð 1,2 milljónir króna. Þá gat velferðarráð ekki orðið við beiðni samtaka um kvennaathvarf sem sótti um rekstrarstyrk.