Veðurspáin
Á Norðurlandi eystra er spáð norðaustanátt 13-20 m/sek. fyrir hádegi, en en norðan 15-23 seint í dag. Snjókoma. Norðan 18-23 á morgun og talsverð snjókoma, en slydda við sjóinn. Hiti kringum frostmark.
Veðurhorfur á landinu öllu næstu daga:
Á fimmtudag (annar í jólum):
Norðan og norðaustan 15-23 m/s, en hægari á SA- og A-landi. Snjókoma um landið N-vert, slydda með A-ströndinni, en þurrt að mestu S-lands. Hiti um eða undir frostmarki, en frostlaust með A-ströndinni.
Á föstudag:
Norðaustan 15-23 m/s með snjókomu eða éljum, en úrkomulaust S-til á landinu. Frost víða 0 til 4 stig.
Á laugardag:
Minnkandi norðlæg átt með éljum fyrir norðan, en áfram þurrt og víða bjart syðra. Harðnandi frost.
Á sunnudag:
Norðaustlæg átt, víða 5-13 og él í flestum landshlutum. Fremur kalt í veðri.
Á mánudag:
Útlit fyrir norðaustanátt. Snjókoma austast, él N-til, en víða léttskýjað á S- og SV-landi. Áfram kalt í veðri.