Veður um jól og áramót verður fallegt og gott, segir Veðurklúbburinn á Dalbæ

Frá Dalvík
Frá Dalvík

Veðurklúbburinn á Dalbæ á Dalvík hefur  sent frá sér veðurspá fyrir desember.

Farið var yfir nóvemberspána og voru fundarmenn sáttir við hvernig hún hefði gengið eftir miðað við spá mánaðarins. Desemberveður verður með svipuðu móti og var í nóvember, þá munu verða heldur meiri veðrabrigði og áttir meira af norðri.
Tungl kviknaði 3. des. kl. 00:22 í norðri. Í íslenskum þjóðháttum segir: “ Þá hefir og verið sagt, að oftast viðri hvert tungl eftir því, sem viðrað hefir næsta fimmtudag á undan því, er það kviknaði og næsta mánudag á eftir.” Þetta er talið eiga við tungl sem kviknar milli fimmtudags og mánudags. Næst kviknar tungl í SA 1. janúar kl. 11:14. Tilfinning félaga er að veður um jól og áramót verði fallegt og gott.

Veðurklúbbsfélagar senda jóla- og nýjárskveðjur til allra.

Nýjast