Vanir og frískir blóðgjafar hvattir til að nýta aukaopnun Blóðbankans og gefa blóð

Margir brugðust við kalli Blóðbankans og mættu til að gefa blóð í dag. Mikið var að gera allan dagin…
Margir brugðust við kalli Blóðbankans og mættu til að gefa blóð í dag. Mikið var að gera allan daginn að sögn Birgittu Hafsteinsdóttur hjúkrunarfræðings hjá Blóðbankanum sem hér er með einum þeirra sem mætti. Aukaopnun er á morgun þar sem neyðin er mikil.

„Blóðgjafar hafa verið duglegir að svara kallinu og erum við virkilega þakklátar fyrir það, en betur má ef duga skal,“ segir Birgitta Hafsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur hjá Blóðbankanum á Akureyri.

Nú bráðvantar vana og fríska blóðgjafa til að koma og gefa blóð og verður því aukaopnun hjá Blóðbankanum á Glerártorgi á morgun, frá kl. 8 til 13 og segir Birgitta að biðlað sér til allra þeirra blóðgjafa sem tök hafa á að koma og nýta aukaopnunina því neyðin sé mikil.

 Hún segir að undanfarna mánuði hafi öryggisbirgðir Blóðbankans verði fremur litlar, aðallega vegna mikillar notkunar á blóðhlutum.

Blóðbankinn á Akureyri er opin á mánudögum til miðvikudaga frá 8 til 15 og á fimmtudögum frá 10 til 17. Blóðbankinn er til húsa á 2. hæð á Glerártorgi og er hægt er að bóka tíma í síma 543-5560

Nýjast