Undirbúningur fyrir lofthreinsiver á Bakka kominn vel á veg

Vinnsla á grænu eldsneyti úr koltvísýringu er nauðsynlegur þáttur í að berjast gegn loftslagsbreytin…
Vinnsla á grænu eldsneyti úr koltvísýringu er nauðsynlegur þáttur í að berjast gegn loftslagsbreytingum segja forsvarsmenn Carbon Iceland.

Fyrri hluta undirbúningsvinnu við áform Carbon Iceland um að reisa lofthreinsiver innan grænna iðngarða á Bakka á Húsavík er lokið. Hallgrímur Óskarsson stjórnarformaður félagsins segir í samtali við Vikublaðið að síðari hluti í undirbúningsferlinu sé nú hafinn. „Við erum að undirbúa fyrstu verkliði í hönnun, athugunum og verkfræðivinnu. Siemens Energy vinnur með okkur að þeim verkliðum og einnig fjölmargir aðrir aðilar einnig, eins og Carbon Engineering,“ segir hann.

Risa framkvæmdir

Í október á síðasta ári ritaði Norðurþing undir viljayfirlýsingu með Carbon Iceland ehf. um að framkvæma áreiðanleikakönnun á að staðsetja verkefnið innan iðnaðarsvæðisins á Bakka. Á sama tíma kynnti félagið áform sín um að reisa lofthreinsiver á Bakka sem gæti skapað 300-500 störf.

Áætlanir félagsins gera ráð fyrir að uppbygging lofthreinsiversins muni kosta 140 milljarða króna og eru þá allar þrjár vinnslueiningarnar taldar með: lofthreinsiver, framleiðsla á grænu CO2 (koltvísýringur) og framleiðsla á hreinu, grænu eldsneyti.

Árlegar tekjur, þegar starfsemin nær fullum afköstum, geta numið allt að 50-70 milljörðum króna, að stærstum hluta gjaldeyristekjur.

Mf: Samstarf við tæknirisa

Car­bon Ice­land og Siem­ens Energy í Þýskalandi skrifuðu í ágúst sl. und­ir sam­komu­lag um tækni­legt sam­starf við föng­un á COog fram­leiðslu græns eldsneyt­is fyr­ir skip, flug og önn­ur sam­göngu­tæki.

Við það tilefni tilkynnti fyrirtækið áætlanir um að fanga meira en millj­ón tonn af COþegar starf­sem­in verður komin með fulla af­kasta­getu og að auki að fram­leiða loft­lagsvæn­ar vör­ur, bæði grænt eldsneyti og græna kol­sýru til að auka mat­væla­fram­leiðslu í land­inu.

Áhugi erlendra fjárfesta

Í september sl. greindi Fréttablaðið frá því að viðræður milli Carbon Iceland ehf. og erlendra fjárfesta hafi staðið yfir undanfarið. Haft er eftir Eyjólfi Lárussyni, framkvæmdastjóra félagsins að áhugi útlendinganna hafi kviknað eftir að Simens Energy í Þýskalandi fór í samstarf með Carbon Iceland.

„Erlendir aðilar eru komnir að borðinu með það í huga að fjárfesta í félaginu. Einnig eru viðræður í gangi um kaup á öllu því græna, umhverfisvæna eldsneyti sem framleitt verður hjá Carbon Iceland á Bakka við Húsavík,“ sagði Eyjólfur og bætti við að þörf fyrir umhverfisvænt eldsneyti væri vaxandi

Sem dæmi hafi eitt stærsta skipafélag heims nýlega gert samning um að kaupa skip fyrir 1,4 milljarða Bandaríkjadala. Skipin muni eingöngu nota umhverfisvænt eldsneyti, metanól, eins og framleitt verði hjá Carbon Iceland á Bakka.

 Verkefnið gæti stækkað

Hallgrímur segir við Vikublaðið á dögunum að áætlanir Carbon Iceland um að lofthreinsiver verði komið í gagnið árið 2025 séu enn í gildi. Markmið félagsins séu þau sömu. „Í grunninn eru svipuð markmið í gangi. Ef eitthvað er þá hefur verkefnið stækkað með tilkomu nýrra möguleika að fanga CO2 og í meira magni en áður. Tæknin varðandi föngun á CO2 er hratt að þróast og má gera ráð fyrir jákvæðum breytingum í þessa átt á komandi misserum sem styrkja verkefnið enn frekar,“ segir hann.

Aðspurður segir Hallgrímur of snemmt að segja til um hvenær framkvæmdir hefjist. „Við erum enn að vinna samkvæmt upprunalegu tímaáætluninni sem gerir ráð fyrir framkvæmdum og starfsemi í kjölfarið á árunum 2024/2025. Þegar hönnun er komin betur af stað þá getum við lent í verkliðum sem geta haft áhrif á tímaáætlunina þannig að það er enn of snemmt að dagsetja fyrstu skóflustungu,“ segir Hallgrímur að lokum.

Smellið gif

Nýjast