20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Umskiptingar frumsýna nýtt leikrit
Þann 24. ágúst næstkomandi frumsýnir nýstofnaður atvinnuleikhópur á Akureyri nýtt leikrit, Framhjá rauða húsinu og niður stigann.
Birna Pétursdóttir, leik- og kvikmyndagerðarkona er einn af stofnendum leikhópsins sem fékk nafnið Umskiptingar. „Við tókum ákvörðun um það nokkur saman að stofna atvinnuleikhóp af því að við erum orðin svo mörg hér á svæðinu með háskólamenntun í sviðslistum,“ segir Birna.
Í þessum hópi eru fjórar leikaramenntaðar konur, Margrét Sverrisdóttir, Jenný Lára Arnórsdóttir, Sesselía Ólafsdóttir og Birna. Karlmaðurinn í hópnum er Vilhjálmur B. Bragason sem lærði leikritun í Konunglega listaháskólanu í London. „Reyndar er það ógeðslega fyndin tilviljun að við öll sem erum í þessu, lærðum í London. Okkur fannst algjör synd að það hafi ekki verið leikhópur hjá Leikfélaginu í langan tíma og áttuðum okkur á því að við erum miklu sterkari sem heild heldur en ef hvert og eitt okkar væri einhvers staðar í sínu horni að reyna láta eitthvað gerast,“ segir Birna og bætir við: „Nú getum við skipt með okkur verkum, stofnuðum í kringum þetta félag og það hefur strax borið ávöxt.“
Birna segir að þau hafi öll þekkst eða vitað hvert af öðru en hafi ekki mikla reynslu af því að vinna saman þegar þau stofnuðu Umskiptinga í byrjun þessa árs. „Ég, Vilhjálmur og Sesselía vorum komin vel á veg með að skrifa handrit saman, það var fyrsta samstarfsverkefnið og það er orðið að fyrstu sýningu Umskiptinga sem heitir Framhjá rauða húsinu og niður stigann. Við vissum hvert af öðru og fannst algjör synd að við værum ekki að sameina krafta okkar.“
Um sýningun segir Birna: „Við köllum þetta skemmtilega sýningu um leiðinlegt fólk og lýsum verkinu gjarnan sem harm-gaman-drama. Þetta er skrifað þannig að þetta eru einræður í grunninn sem við fléttum síðan saman og þær mynda eina heild.Við erum að reyna takast á við ýmislegt í samtímanum sem okkur fannst þurfa að ræða.“ Það er Margrét Sverrisdóttir sem leikstýrir sýningunni en Jenný Lára Arnórsdóttir er framleiðandi og sér um utanumhaldið.
Framhjá rauða húsinu og niður stigannFramhjá rauða húsinu og niður stigann er byggt á þremur frumsömdum einleikjum sem eru fléttaðir saman til að mynda sérstæða heild. Heildarmyndin gefur svo betra samhengi fyrir þær sögur sem sagðar eru.Verkið fjallar um þrjá ófullkomna einstaklinga sem allir reyna að fóta sig í fallvöltum heimi og tekst það misvel. Persónurnar standa allar fyrir taumlausa einstaklingshyggju og önnur einkenni sem við þekkjum öll í sjálfum okkur og öðrum. Ein persónan er þjökuð af útlitsdýrkun og lágu sjálfsmati, ein heldur að öll vandamál heimsins leysist með samfélagsmiðlum og skyndilausnum og sú síð¬ asta er hrokagikkur sem reynir að upphefja sjálfa sig á kostnað annarra. Verkið sýnir varhugaverð vestræn gildi nútímans í spéspegli og gegnumgangandi er fyrsta flokks húmor og fyrsta heims harmur.Verkefnið er sett upp af nýstofnaða atvinnuleikhópnum Umskiptingum, og er liður í fyrsta starfs¬ ári þeirra. Umskiptingar samanstanda af ungu, menntuðu sviðslistafólki á Norðurlandi eystra, þeim Birnu Pétursdóttur, Jennýju Láru Arnórsdóttur, Margréti Sverrisdóttur, Sesselíu Ólafsdóttur og Vilhjálmi B. Bragasyni. Þetta verður fyrsta verk hópsins, en verkið var nýlega skrifað af þremur meðlimum hópsins og því er um nýtt íslenskt verk að ræða.Verkið verður frumsýnt þann 24. ágúst næstkomandi og fara sýningar fram í Hlöðunni á Akureyri. Miðapantanir á tix.is.Hópurinn að baki sýningarinnar:
|
Athugasemd: Í prentútgáfu Vikudags misritaðist að Vilhjálmur B. Bragason hefði lært í Columbia listaháskólanum en það rétta er að hann lærði í Konunglega listaháskólanum í London.