Um 20 greindust með smit í dag

Langar biðraðir voru eftir sýnatöku í dag. Í það minnst 20 greindust eftir sýnatöku dagsins, þar af …
Langar biðraðir voru eftir sýnatöku í dag. Í það minnst 20 greindust eftir sýnatöku dagsins, þar af voru 14 börn. Mynd MÞÞ
 
Kórónuveirusmitum heldur áfram að fjölga á Akureyri. Mikill fjöldi sýna var tekin í dag og löng biðröð eftir að komast í sýnatöku á meðan opið var í húsakynnum HSN við Strandgötu. 
Fram kemur í tilkynningu frá aðgerðarstjórn Lögreglunnar á Norðurlandi eystra að 20 einstaklingar í það minnsta hafi greinst smitaðir í dag. Af þeim eru 14 á grunnskólaaldri Undanfarna tvo daga hafa um 300 manns verið sett í sóttkví.
Aðgerðarstjórn hvetur alla til að huga vel að sinni stöðu og forðast hópamyndanir, einkum unga fólkið sem helst virðist vera að smitast um þessar mundir. Eins hvetur aðgerðarstjórn alla þá sem eru í forsvari fyrir einhverskonar félagasamtök og íþróttafélög að íhuga það alvarlega að slá viðburðum og æfingum á frest
"á meðan við í sameiningu náum vopnum okkar aftur í baráttunni við Covid," eins og það er orðað á fésbókarsíðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra.
Opið er í sýnatöku um helgina.

Nýjast