Tvö hótel byggð á Akureyri
Ýmsar framkvæmdir eru í kortunum, eitt hundrað herbergja hótel á Drottningarbrautarreit ásamt hóteli á Sjallareit eru í bígerð og góðar líkur eru á að uppbygging hefjist fljótlega á Dysnesi, sagði Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar Akureyrar , er hann gerði grein fyrir fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Gert er ráð fyrir að hagnaður samstæðunnar verði 529 milljónir króna á næsta ári og sjálfs bæjarsjóðs 117 milljónir. Minnihlutinn í bæjarstjórn gagnrýnir L-listann fyrir rekstur bæjarins og bendir á hallarekstur undanfarin ár.
Nánar um þetta í prentútgáfu Vikudags í dag