Traust er algjört grundvallaratriði

Einar Ingimundarson á skrifstofu sinni/ mynd karl eskil
Einar Ingimundarson á skrifstofu sinni/ mynd karl eskil

„Í rekstri lögmannsstofa er traustið algjört grundvallaratriði, enda er stundum sagt að æran sé dýrmæt. Ef lögmaður bregst trausti skjólstæðinga sinna, er slíkt fljótt að fréttast. Strax í upphafi námsins er mikilvægi trausts og trúnaðar í öllum störfum lögmanna undirskrikað rækilega. Vissulega getur á stundum verið auðvelt fyrir lögmenn að misnota aðstöðu sína, en vonandi heyra slík vinnubrögð til algerra undantekninga,“ segir Einar Ingimundarson lögmaður, sem veitir forstöðu  lögmannsstofunnar LEX á Akureyri.

Hvað með siðareglurnar?

„Fyrsta greinin segir einmitt að lögmanni beri að efla rétt og hindra óréttlæti Í annarri grein segir að lögmaður skuli gæta heiðurs lögmannastéttarinnar og í þeirri þriðju er sagt að lögmaður skuli vera sjálfstæður í starfi. Við getum með einföldum hætti sagt að heiðarleiki, trúnaður og fagmennska sé leiðarstefið í siðareglunum.“

Nánar er rætt við Einar í prentútgáfu Vikudags

Nýjast