Tímamót í gatnaframkvæmdum á Húsavík

Kjartan Traustason á steinsöginni. Mynd/epe
Kjartan Traustason á steinsöginni. Mynd/epe

Eins og vegfarendur á Húsavík hafa eflaust tekið eftir standa nú yfir miklar framkvæmdir á Garðarsbraut. Í næstu viku verður Garðarsbraut malbikuð frá Þverholti norður að þjóðvegi 85 við gamla frystihúsið.

Þessa dagana er verið að hækka brunna í götunni svo þeir nái upp fyrir bundna slitlagið en það er Höfðavélar ehf. sem sjá um undirbúninginn. Á myndinni er Kjartan Traustason starfsmaður Höfðavéla að munda steinsögina.

Malbikunarframkvæmdirnar marka ákveðin tímamót því vegakaflinn sem um ræðir er steyptur. Samkvæmt upplýsingum frá Norðurþingi var gatan steypt á sjöunda áratug síðustu aldar.

Smellið HÉR til að panta áskrift að Vikublaðinu

Nýjast