Strokulaxar komnir í Fnjóská
,,Strokulaxar úr sjókvíaeldi eru illu heilli mættir í uppáhaldsána okkar. Við biðjum ykkur að vera á verði gagnvart þessum óboðnu gestum og ekki sleppa þeim sem koma á land í ána aftur.
Vinsamlegast takið hreistursýni og skráið lengd laxins, kyn og dagsetningu. Einnig óskum við eftir gert sé að fiskinum og haus hans og innyfli sett í plast. Þessu má skila í frystikistuna í Flúðaseli eða til Hafró að Óseyri 2, Akureyri.
Skráið fiskinn í veiðibókina á www.fnjoska.is og setjið "eldislax" í athugasemdir.
Fiskinn sjálfan getið þið hirt, en hann er þrátt fyrir allt góður matfiskur.
Með fyrirfram þökk."
Segir i tilkynningu frá stjórn veiðifélagins