30. október - 6. nóember - Tbl 44
Tilboð opnuð í sjúkraflug á landinu
Í dag voru opnuð tilboð hjá Ríkiskaupum í sjúkraflug á landinu. Tvö tilboð bárust, frá Mýflugi upp á kr. 889.110.000,- og frá Norlandair upp á kr. 775.470.929,- Kostnaðaráætlun kaupanda er: kr 857.824.495,-
Í útboðnu er gert ráð fyrir útvíkkun á starfseminni frá því sem verið hefur undanfarin ár og mun þjónusta sjúkraflugs nú ná til landsins alls, í stað norðursvæðis og Vestmannaeyja á undanförnum árum.
Á heimasíðu Ríkiskaupa segir:
,, Frávikstilboð voru ekki heimil skv. útboðsgögnum því á c liður 65. gr. OIL ekki við í þessu útboði. Opnunarskýrsla felur ekki í sér niðurstöðu útboðs. Í opnunarskýrslu er einungis birt heildartilboðsfjárhæð en endanlegt val getur ráðist af fleiri valforsendum skv. útboðsgögnum. Framsetning opnunarskýrslu er með fyrirvara um hugsanlega reiknivillu og að ekki er búið að meta gildi tilboða.
Komi í ljós að fjárhæðir í opnunarskýrslu eru ekki réttar miðað við framsetningu tilboðsblaðs og leiðbeiningar um útfyllingu á því, verður leiðrétt opnunarskýrsla birt eins fljótt og unnt er.“