Atkvæði Grímseyinga komin til Akureyrar

Helga Eymundsdóttir formaður kjörstjórnar á Akureyri tekur við kjörgögnum sem Anna María Sigvaldadót…
Helga Eymundsdóttir formaður kjörstjórnar á Akureyri tekur við kjörgögnum sem Anna María Sigvaldadóttir formaður kjörstjórnar í Grímsey færði henni nú undir kvöld. Anna María sigldi með ferjunni Sæfara úr Grímsey til Dalvíkur og ók þaðan til Akureyrar með atkvæðin.

„Þetta hefur aldrei verið gert með þessum hætti áður, en það voru allir sáttir,“ segir Anna María Sigvaldadóttir formaður kjörstjórnar í Grímsey sem kom sjálf með atkvæði Grímseyinga til Akureyrar og afhenti þau Helgu Eymundsdóttur formanni kjörstjórnar á Akureyri undir kvöld.

Alls eru 49 Grímseyingar á kjörskrá. Í gær höfðu 17 þeirra greitt atkvæði út í eyju, allir sem þar voru staddir ef frá er talin Anna María. „Mér er ekki heimilt að kjósa utan kjörfundar hjá sjálfri mér þannig að ég kaus utankjörfundar á Akureyri þegar ég hafði skilað af sér kjörgögnum.

„Okkur leyst ekki á veðurspána, hún er ekki góð fyrir morgundaginn þannig að þegar sú hugmynd kom upp að kjósa utan kjörfundar í gær tók allir vel í það og voru sáttir við að hafa þetta svona núna. Við vildum ekki taka áhættu með að koma kjörgögnum ekki frá okkur.“

Kjörstaður verður eitthvað opin á morgun, kjördag.

Nýjast