13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
„Þyngra en tárum taki að nærri þriðji hver drengur taki hegðunarlyf“
Texti: Margrét Þóra Þórsdóttir
Nær 28% drengja á miðstigi í grunnskólum Akureyrar taka lyf við ofvirkni, athyglisbresti, kvíða eða svefnleysi. Þetta kemur fram í könnun sem Helga Dögg Sverrisdóttir gerði um stöðu drengja í grunnskólum á Akureyri en hún náði til 200 drengja. Norðurorka styrkti rannsóknina.
Sjá einnig: Könnun meðal drengja á miðstigi á Akureyri
„Þyngra en tárum taki að nærri þriðji hver drengur taki hegðunarlyf. Hér má kalla eftir viðbrögðum lækna, ef satt reynist. Þessi tala er svipuð og opinberar tölur um lyfjanotkun barna á landinu. Lyfjanotkun barna eykst ár frá ári,“ segir Helga Dögg í grein sem hún skrifaði um rannsókn sína og er birt á vef Vikublaðsins.
Leiðist í skólanum
Annað sem fram kom í rannsókn Helgu Daggar er að um 26% drengjanna leiðist í skólanum og 17% þeirra svöruðu að þeim liði illa í skólanum og segir hún að báðar tölur séu of háar að sínu mati og æskilegt að skólafólk finni út hvað hvað veldur.
Fram kemur einnig að um 40% drengja sögðust ekki fá litla eða enga hjálp með heimanám. Bróðurpartur drengja á miðstigi, 92% vill að skólinn bjóði upp á valgreinar. Skemmtilegustu fögin eru verkgreinar, íþróttir eru vinsælar, heimilisfræði og stærðfræði.
Sjaldan hrósað
Um 55% strákanna höfðu gaman af lestri, 45% ekki. Langflestir eru minntir á að lesa heima samkvæmt svörunum, en áminningin skilar sér ekki. Um helmingur les heima einu sinni eða tvisvar í viku jafnvel sjaldnar.
Um 63% drengja sögðu að þeim væri sjaldan eða ekki hrósað í skólanum. Um 42% upplifa að þeir voru skammaðir í skólanum.
/mþþ
Má bjóða þér áskrift að Vikublaðinu? Smelltu þá HÉR