13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Þungur rekstur Akureyrarbæjar
Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2020 var lagður fram á síðasta fundi bæjarráðs. Rekstur samstæðu Akureyrarbæjar var þungur á árinu en gekk í meginatriðum í samræmi við áætlun ársins, er fram kemur á vef bæjarins. Rekstur samstæðu Akureyrarbæjar var óviðunandi en rekstrarniðurstaða ársins var í samræmi við fjárhagsáætlun sem gerði ráð fyrir 1.603 millj. kr. neikvæðri niðurstöðu.
Rekstrarniðurstaða samstæðunnar fyrir fjármagnsliði og tekjuskatt var neikvæð um 27 millj. kr. en áætlun hafði gert ráð fyrir 18 millj. kr. rekstrarhalla. Niðurstaða rekstrar A-hluta var neikvæð um 1.634 millj. kr. en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu um 1.835 millj. kr. „Þrátt fyrir slakt ár í rekstri er fjárhagur Akureyrarbæjar traustur,“ segir í frétt bæjarins.