30. október - 6. nóember - Tbl 44
Þorsteinn Már Baldvinsson heiðursgestur KA á bikarúrslitaleiknum - Spáir KA sigri
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja verður heiðursgestur KA á útslitaleik Mjólkurbikars karla í knattspyrnu á laugardaginn. Þorsteinn Már er einarður stuðningsmaður KA og hefur fylgt félaginu frá unga aldri, bæði sem keppnismaður og stuðningsmaður.
„Mér þykir afskaplega vænt um að vera heiðursgestur KA á þessum stóra degi og ætla að njóta dagsins eins og allt stuðningsfólk félagsins,“ segir Þorsteinn Már í samtali við heimasíðu KA.
Þú hefur væntanlega beðið nokkuð lengi eftir þessari stundu ?
„Já að sjálfsögðu, ef ég man rétt er þetta fyrsti bilarúrslitaleikur KA í knattspyrnu í 19 ár og þess vegna hvet ég alla stuðningsmenn til að mæta í Laugardalinn og hvetja strákana okkar áfram. Bikarúrslitaleikir eru alltaf skemmtilegir og staðreyndin er sú að öflugur stuðningur skiptir gríðarlega miklu máli og getur jafnvel skipt sköpum.“
Hvernig undirbýr Þorsteinn Már sig fyrir leikinn ?
„Ég kem eflaust til með að hringja nokkur símtöl um morguninn og fara yfir málin með góðum vinum og svo spáir maður og spekúlerar í leikskipulagi fram og til baka. Ég mæti örugglega snemma í Laugardalinn og tek þátt í gleðinni sem þar verður ríkjandi.“
Og svo er það stóra spurningin, hvernig fer leikurinn ?
„Ég er sannfærður um að bikarinn fer norður. Í hálfleik verður staðan 1-1 og KA menn gera svo út um leikinn í síðari hálfleik. Þegar dómarinn flautar til leiksloka stendur 1-3 á markatöflunni í Laugardalnum. KA sem sagt vinnur leikinn með þremur mörkum gegn einu og um kvöldið verður svo víða dansað og fagnað. Ég segi einfaldlega, ÁFRAM KA !!
Frá þessu segir á heimasíðu KA