Telur hættu á að smitum fjölgi á Akureyri næstu daga-Margir voru á faraldsfæti

Margir voru á Akureyri um síðustu helgi. Mynd úr safni.
Margir voru á Akureyri um síðustu helgi. Mynd úr safni.
Jón Torfi Halldórsson, yfirlæknir  heilsugæslunnar á Akureyri, telur hættu á að smitum fjölgi í bænum næstu daga og full ástæða sé fyrir bæjarbúa að vera á verði. Fjöldi fólks kom saman á listahátíð og Dekurdögum á Akureyri um helgina og nær uppbókað var á einu stærsta hóteli bæjarins. Frá þessu er greint á vef Rúv.
 

Jón Torfi segir fleiri sýni tekin nú vegan kórónuveirunnar en í vor, en um 100 sýni eru tekin að meðaltali á degi hverjum. Engin ástæða sé til að telja að það séu dulin smit á Akureyri miðað við fjölda sýna, en eftir síðustu helgi sé rík ástæða til að vera á varðbergi. Mikill ferðamannastraumur í bænum hafi ekki farið framhjá neinum og örugglega hafi líka verið töluvert um það að Akureyringar væru á faraldsfæti.

Tvö kórónuveirusmit greindust á Norðurlandi eystra í dag og eru alls fimm í einangrun og 28 í sóttkví.

 

 

Nýjast