Sundsumarið gengið vonum framar

Það hefur verið margt um manninn í Sundlaug Húsavíkur í sumar. Mynd:eipe/úr safni
Það hefur verið margt um manninn í Sundlaug Húsavíkur í sumar. Mynd:eipe/úr safni

Sundlaugarsumarið á Húsavík og raun í sveitarfélaginu öllu hefur verið óvenjulegt í ár og enn einu sinni er verið að rita um áhrif frá illveirunni sem kennd er við kórónu. Þessi saga er þó jákvæðari en vel flestar aðrar kórónusögur. Enda hefur komið á daginn að flestir ef ekki allir íslenskir ferðamenn sem vanir eru að eyða sumarfríum sínum á sólarstönd í suðurálfunni hafa þess í stað fundið ögn norðlægari sólarparadís; Húsavík. Bærinn hefur verið stútfull í allt sumar af bað og sundþyrstum ferðamönnum. Þetta hefur skilað sér í frábærum aðsóknartölum í sundlaugar Norðurþings. Júní var til að mynda sá besti í Sundlaug Húsavíkur frá því að talningar hófust og júlímánuður er rétt undir besta júlímánuði frá því að sömu talningar hófust.

Nýjast