20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Stuðningsþjónusta ekki komin í fullan gang eftir skerta starfsemi í sumar
„Við erum að auglýsa eftir starfsfólki og vonandi náum við að manna vel hjá okkur fyrir haustið,“ segir Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður stuðningsþjónustu Akureyrarbæjar. „Staðan er enn þannig að við erum vandræðum í stuðningsþjónustunni vegna manneklu. Þjónustustigið er því enn skert og sér ekki fyrir endann á því fyrr en með haustinu.“
Skortur á starfsfólki olli því að skerða þurfti þjónustu í sumar því ekki gekk vel að ráða inn fólk til afleysingar. Ekki var hróflað við veikasta hópnum og þeim sem fá innlit oft á dag og aðstoð við daglega virkni.
Alls starfa á bilinu 70 til 80 manns við stuðnings- og stoðþjónustu á vegum velferðarsviðs, þar af eru ríflega 40 sem sinna stuðningsþjónustunni sem Bergdís veitir forstöðu. Á liðnu ári var veitt þjónusta inn á 692 heimilum á Akureyri, þannig að talsvert fleira fólk naut þjónustunnar, þar sem algengt er að fleiri en einn sé á heimili.