Stórt sár á miðbænum
Stefán Baldursson, forstöðumaður Strætisvagna Akureyrar, segir nauðsynlegt að lagfæra aðstöðuna við strætóbiðstöðuna í miðbæ Akureyrar. Það sé ekki boðlegt að fólk þurfi að hanga úti þegar allra veðra sé von og bíða eftir strætó. Þá segir Stefán að svæðið sé afar subbulegt.
Við höfum barist fyrir því í tvö ár að eitthvað sé gert. Bæjaryfirvöld skilja okkur en það er ekkert gert. Þarna þyrfti að reisa glerskýli, malbika og ráðast í almennar lagfæringar á svæðinu. Þetta er í hjarta miðbæjarins, en er stórt sár á bænum og í raun algjört drullusvað, segir Stefán.
throstur@vikudagur.is
Nánar um þetta í prentútfáfu Vikudags