Stórhríð í Eyjafirði

Snjóþekja og snjókoma er á Öxnadalsheiði og hálka og stórhríð í Eyjafirði. Þæfingsfærð og stórhríð er á Víkurskarði, samkvæmt upplýsingavef Vegagerðarinnar. Vindhraðinn á Víkurskarði er 15 m/sek. Lögreglan hvetur vegfarendur til að fylgjast með færð og veðri. Á Akureyri er snjókoma og hvasst og því lítið skyggni. Meðfylgjandi mynd sýnir stöðuna í Bakkaselsbrekku við Öxnadalsheiði

Nýjast