Steingrímur segir frá ævintýraferðinni á Norðurpólinn
Á morgun mun Dr. Steingrímur Jónsson flytja erindið Frásögn af för minni og ólympíueldsins á Norðurpólinn. Steingrímur hélt nýverið með kjarnorkuknúna ísbrjótnum 50 let pobedy (50 ár frá sigrinum) til Norðurpólsins. Ferðin var í boði rússneskra stjórnvalda og farin í þeim tilgangi að vekja athygli á XXII Vetrarólympíuleikunum sem haldnir verða í rússnesku borginni Sochi í febrúar næstkomandi með því að hlaupa með ólympíueldinn á Norðurpólnum. Einnig var tilgangurinn að vekja athygli á samstarfi Norðurskautsríkjanna en einum fulltrúa frá hverju ríkjanna var boðið að taka þátt í leiðangrinum. Erindið verður flutt í stofu M102 á Sólborg í Háskólanum á Akureyri, klukkan 12:45.