13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Stefna á vetnis- og ammóníaksframleiðslu á Bakka
Fyrirtækið Green Fuel ehf. hefur óskað eftir því við byggðarráð Norðurþings að koma á formlegu samstarfi við sveitarfélagið um uppbyggingu á vetnis- og ammóníaksfamleiðsluveri á Bakka. Verkefnið verði unnið innan fyrirhugaðs græns iðngarðs á Bakka.
Green Fuel stefnir á að vera leiðandi í orkuskiptum með þessari uppbyggingu. Er þess farið á leit að undirrituð verði viljayfirlýsing sem sýni áhuga beggja aðila, þ.e. Norðurþings og Green Fuel ehf. til að vinna verkefnið áfram.
Byggðarráð hefur falið sveitarstjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir ráðið að nýju.