Starfsfólk Akureyrarbæjar í alvarlegu rútuslysi skammt sunnan við Blönduós
Eins og fram hefur komið í fréttum varð alvarlegt slys á þjóðveginum skammt fyrir sunnan Blönduós í nótt þegar rúta með á milli 20- 30 manns valt. Samkvæmt frétt á vef ruv voru farþegarnir starfsmenn Akureyrarbæjar sem voru á heimleið eftir að hafa setið námskeið og ráðstefnu í Portúgal.
Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug með þrjá farþega rútunnar á Landsspítalann, og fjórir fóru í venjubundnu sjúkraflugi til Reykjavikur.
,, Vilhjálmur Stefánsson, hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir að aðkoman að rútuslysinu sunnan við Blönduós í morgun hafi verið óhugnanleg en enginn hafi verið í lífshættu."
„Það var ekki talin hætta á því þá, en það getur alltaf breyst eins og við vitum,“ segir Vilhjálmur.
Hrósa megi happi hversu margir voru í bílbelti.
„Aðkoman var ekki góð. Fólk slasað og blóð út um allt – fólk í angist. En það náðist strax stjórn á vettvangi og fólk var nokkuð rólegt. Allir þeir sem ekki voru fluttir til voru fyrst fluttir á heilbrigðisstofnun Norðurlands vestra, til skoðunar og síðan til Akureyrar þar sem þeim hefur meðal annars verið veitt áfallahjálp.´´
Þetta kom fram i viðtali sem RUV tók við Vilhjálm í morgun.