27. nóvember - 4. desember - Tbl 48
Starfamessa 2023 í Háskólanum á Akureyri
Búist er við að um sjö hundruð grunnskólanemendur í 9. og 10. bekk frá Akureyri og nærsveitum sæki Starfamessu 2023, sem haldin er í Háskólanum á Akureyri í dag. Markmiðið með viðburðinum er að kynna fyrir nemendunum atvinnustarfsemi á Eyjafjarðarsvæðinu og þau tækifæri sem bíða þeirra í framtíðinni.
Um þrjátíu fyrirtæki kynntu starfsemi sína og það fór ekki á milli mála þegar Vikublaðið leit við að mikill áhuga var hjá krökkunum á því sem var að skoða og einnig var gaman að sjá að sýnendur höfðu lagt mikið í bása sína.