Stækka núverandi miðstöð eða byggja íbúðir á lóðinni

Meirihluti skipulagsráðs Akureyrarbæjar hefur tekið jákvætt í hugmyndir um bætta nýtingu lóðarinnar við Sunnuhlíð 12. Hugmyndir sem Reginn hf. Eigandi hússins hefur sent inn snúast um annað hvort að stækka núverandi þjónustu- og verslunarmiðstöð eða með því að koma fyrir íbúðum á lóðinni. Meðal annars er í hugmyndum Regins gert ráð fyrir þeim möguleika að koma fyrir starfsemi heilsugæslu á 2. hæð hússins og að hluta til í viðbyggingu.

Meirihluti skipulagsráðs var jákvæður fyrir hvort heldur sem er að verslunar- og þjónustustarfsemi og eða opinber þjónusta yrði efld í húsinu eða þá að reistar yrðu þar íbúðir. Forsenda frekari uppbyggingar er að unnið verði deiliskipulag fyrir svæðið og jafnframt þarf að skoða hvort breyta þurfi aðalskipulagi samhliða.

Ekki hægt að líta framhjá fyrri staðarvalsgreiningu

Fram kemur í bókun Sindra Kristjánssonar að hugmynd um uppbyggingu verslunarkjarnans í Sunnuhlíð varðandi nýtingu þess undir starfsemi heilsugæslu sé spennandi og vel unnin. Hann fagnar hugmyndum um uppbygginu en bendir á að grundvallarbreyting á starfsemi í húsinu rúmist illa með tilliti til umferðaröryggis og lífsgæða íbúa sem fyrir eru á svæðinu. Ekki sé heldur hægt að líta fram hjá staðarvalsgreiningu varðandi uppbyggingu heilsugæslustöðva á Akureyri þar sem fram hafi komið að svæðið við Skarðshlíð 20 væri besti kosturinn fyrir norðurstöðina.

/MÞÞ

Snellið gif

Nýjast