Söngelskar systur

Systurnar Helga Margrét og Audrey Freyja Clarke við píanóið.
Systurnar Helga Margrét og Audrey Freyja Clarke við píanóið.

Systurnar Helga Margrét og Audrey Freyja Clarke frá Akureyri hafa vakið töluverða athygli sem dúettinn Sister Sister frá því að þær komu fyrst fram undir því nafni fyrr á árinu. Þær hafa spilað á tónleikum víðsvegar landið undanfarið, m.a. á handverkshátíðinni á Hrafnagili, Akureyrarvöku, Hríseyjarhátíðinni, Menningarnótt og nú síðast á Airwaves.

„Við semjum nánast öll lög og texta sjálf. Flest lögin okkar eru ballöður eða fallegar melódíur með innihaldsríkum textum. Hvert lag segir ákveðna sögu, ýmist úr okkar fortíð eða annarra nákominna. Þannig að við erum svolítið á persónulegum nótum,“ segir Helga Margét.

Þær systur halda útgáfutónleika á Akureyri í desember þar sem þær munu m.a. kynna nýju plötuna sína.

throstur@vikudagur.is

Nánar er rætt Helgu Margréti í nýjustu prentútgáfu Vikudags.

Nýjast