Sólríkt á Akureyri í júlí
Afar sólríkt var á Akureyri í júlímánuði en alls mældust sólskinsstundirnar 237,4. Fram kemur á Veðurstofu Íslands að fara þurfi aftur til ársins 1929 til finna sólríkari júlímánuð frá því mælingar hófust en þá skein sólin í 238,6 stundir. Sól hefur skinið í samtals 783 klukkustundir síðustu þrjá mánuði á Akureyri og er það nýtt met í þessum mánuðum. Þá mældist meðalhitinn 11,7 stig eða 1,2 stigum yfir meðallagi.