20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
„Hlaupum fyrir Ágúst" skilaði rúmum 8 milljónum
„Þessi stuðningur gefur manni sannarlega aukakraft; að eiga svona stórkostlega fjölskyldu og stóran og góðan vinahóp. Allir eru boðnir og búnir til að hjálpa til," segir Ágúst m.a. í viðtali í Vikudegi. Mynd/Þröstur Ernir
Styrktarátakið „Hlaupum fyrir Ágúst“ í Reykjavíkurmaraþoninu safnaði alls 8.312.100 kr. en öll áheit runnu til MND-félagsins. Alls hlupu 146 fyrir Ágúst Guðmundsson á laugardaginn var en Ágúst berst við MND-sjúkdóminn sem er ólæknandi.
Ágúst er í ítarlegu viðtali í nýjasta tölublaði Vikudags þar sem fjallar á einlægan og opinskáan hátt um baráttu sína við sjúkdóminn.
Metáheit söfnuðust fyrir MND félagið eða alls 10.730.000 kr. Til samanburðar safnaðist rúm milljón í fyrra. Félagið ætlar að nota fjármunina til verkefna félagsins sem oftar en ekki eru til góðs fyrir mun fleiri en bara MND veika og styðja við bakið á fjölskyldum.