Snjóframleiðsla hafin í Hlíðarfjalli

Myndina tók Ragnar Hólm í Hlíðarfjalli í morgun.
Myndina tók Ragnar Hólm í Hlíðarfjalli í morgun.

Snjóframleiðsla hófst í Hlíðarfjalli  í gær en talsvert frost er nú í Eyjafirði og útlit fyrir að það haldist næstu daga. Snjóbyssurnar tíu í Hlíðarfjalli eru í fullum gangi nánast allan sólarhringinn. Einnig hefur talsvert snjóað þar efra en vantar herslumuninn svo hægt verði að opna skíðabrekkurnar. Áætlað er að opna skíðasvæðið þann 30. nóvember en Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli, segir ekki ólíklegt að hægt verði að opna fyrr. Það fari eftir því hvort frostið haldi næstu daga og vikur. Sala vetrarkorta er nú þegar hafin á Akureyri Backpackers í miðbænum á Akureyri.

Nýjast