20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Smíði á líkani af ,,Stellunum“ miðar vel áfram
Eins og fram hefur komið á vefnum verða i haust 50 ár frá því að Útgerðarfélag Akureyringa festi kaup á systurskipum frá Færeyjum Stellu Kristinu og Stellu Karínu en Stellurnar eins og þær voru kallaðar voru mikil happaskip og að margra áliti fallegustu fiskiskip sem sést hafa við Íslandsstrendur.
Sigfús Ólafur Helgason er forvígismaður söfnunar sem er í yfirstandandi til að fjármagna smíði á líkani af þeim ,,systurum“. Sigfús birti færslu á Facebooksíðu i gær og í fyrsta sinn myndir af líkaninu sem Elvar Þór Antonsson á Dalvík er að smíða í hlutföllunum 1/50.
Óhætt er að segja að þessar myndir lofi góðu um framhaldið enda er Elvar Þór löngu þekktur sem listasmiður. Áætlað er að Elvar Þór afhendi fullsmíðað likanið þann 1 nóvember næst komandi.
Hér er færsla Sigfúsar.:
,,Að kvöldi þessa merkilega dags. Takk kærlega þið þrír sem lögðuð reikningnum okkar lið í dag. Það var vel til fundið hjá ykkur að velja daginn þann þegar fyrstu myndirnar af Stellu birtast.
Gerið þið ykkur grein fyrir því að með smíði líkansins erum við að færa til komandi kynslóðar merkilega sögu sem sögð var á Akureyri á síðustu öld, og fram á þessa. Sögu er svo stórmerkileg og allir eru sammála um að er svo merkileg að hana beri að varðveita.
Það erum við Stellusjómenn að gera og endurteknar hjartans þakkir til ykkar kæru félagar.“