Skortur á leiguhúsnæði
Allt að þriggja ára bið er eftir tveggja herbergja leiguíbúðum hjá Akureyrarbæ. Stysti biðtíminn er eftir þriggja herbergja íbúðum eða um eitt og hálft ár. Alls eru 137 einstaklingar á biðlista eftir leiguhúsnæði hjá bænum, flestir bíðar eftir tveggja herbergja íbúð eða 74. Jón Heiðar Daðason, húsnæðisfulltrúi hjá Akureyrarbæ, segir umsækjendur um tveggja herbergja íbúð séu að stórum hluta örorku- og ellilífeyrisþegar.
Það er skortur á leiguhúsnæði hjá bænum. Biðlistarnir hafa verið að lengjast jafnt og þétt síðustu árin og það er ekkert í spilunum hjá Akureyrarbæ að auka leiguhúsnæði, segir Jón Heiðar.