Skipulagsráð um Krákustígsmálið Engin lóðaleigusamningur hefur verið gefin út
Lóðaleigusamningur fyrir lóðinni við Krákustíg 1 hefur aldrei verið gefin út og húseignin er því án lóðaréttinda. Þetta segir í svari skiplagsráðs við athugasemdum sem bárust við grenndarkynningu vegna breytinga á deiliskipulagi á svæðinu.
Eigendur Krákustígs 1 sem hugðust breyta húsinu úr verkstæði í íbúðarhús fyrir einhverfan son hafa átt í deilum við Akureyrarbæ vegna skika ofan við húsið. Hann hefur m.a. verið nýttur sem bílastæði og aðgengi frá Krákustíg og að Krabbastíg 4. Perla og Einar telja að bærinn sé að taka um 35 fermetra af sinni lóð.
Fram kemur í svari skipulagsráðs að skýrt markmið með breytingunum hafi að útbúa aðgengi frá Krákustíg að Krabbastíg 4.„Það er rétt að markmið deiliskipulagsbreytingar er að útbúa aðgengi að lóð Krabbastígs 4 en ekki er um eignaupptöku að ræða þar sem enginn lóðarsamningur er í gildi um viðkomandi svæði og hefur aldrei verið,“ segir í svarinu. Skipulagsráð segir að á sínum tíma hafi verið veitt stöðuleyfi til 10 ára fyrir byggingu verkstæðis og geymsluhúss úr timbri á þessum stað, Krákustíg 1, en formleg lóðarréttindi hafi aldrei fylgt húsinu.
Húseignin hefur ekki stöðuleyfi
Halla Björk Reynisdóttir formaður skipulagsráðs segir að ráðinu hafi borist beiðni um breytingu á skipulagi vegna lóðamarka Krákustígs 1.
„Við yfirferð á málinu kom í ljós að húseignin á lóðinni hefur ekki stöðuleyfi né heldur hefur verið mörkuð lóð fyrir það.,“ segir hún Þá liggi fyrir að umrætt svæði hafi verið nýtt sem aðgengi að Krabbastíg 4 sem og hafa íbúar Munkaþverárstrætis nýtt hluta vegna aðgengis að sínum lóðum. „Niðurstaða skipulagsráðs var sú að verða ekki við beiðninni og afmarka lóð þannig að umrætt aðgengi héldist fyrir aðra íbúa.“