Skiptir öllu máli að segja frá
Það geta allir orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku en börn sem koma úr brotnum fjölskyldum, hafa orðið fyrir einhvers konar ofbeldi eða einelti og fá litla hlýju eru hins vegar í sérstökum áhættuhópi, segir Sigrún Sigurðardóttir lektor í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri. Sigrún hefur undanfarin ár fjallað um kynferðisbrot gegn börnum og unnið að rannsóknum þeim tengdum. Þessa dagana stendur átak yfir gegn kynbundnu ofbeldi og á Akureyri er sérstök áhersla lögð á unglinga, ofbeldi og klámvæðingu.
Vikudagur ræddi við Sigrúnu um afleiðingar kynferðisofbeldis í æsku og mikilvægi þess að þolendur stígi fram og segi frá.
Konur beita líka ofbeldi
Þeir sem beita kynferðislegu ofbeldi gegn börnum eru yfirleitt einstaklingar sem bæði barnið og aðstandendur treysta. Þess vegna getur verið auðvelt fyrir gerendann að komast upp með verknaðinn. Hann myndar oft vinasamband við foreldrana þannig að þeir treysta honum fyrir barninu. Þetta eru karlar og konur úr öllum stéttum samfélagsins. Það er hins vegar lítið talað um konur sem gerendur.
Þetta er aðeins brot úr ítarlegu viðtali við Sigrúnu sem má nálgast í heild sinni í prentútgáfu Vikudags. Þar ræðir Sigrún einnig um árin sex í lögreglunni en hún starfaði m.a. í rannsóknarlögreglunni á Akureyri í afleysingum.