Dagskráin 18.desember - 8.janúar 2025
Skarpur er kominn út í snjókomu dagsins
Skarpur er kominn út í hríðarveður dagsins, hlýlegur að vanda. Í blaðinu er stórmerk grein frá Soroptimistum á Húsavík um hina þjóðsagnakenndu Lizzie á Halldórsstöðum og það er Björg Sigurðardóttir sem ritar. Birtar eru yfirlýsingar frá Kára Arnóri Kárasyni og Hrannari Péturssyni, annar er að hætta, hinn að hætta við. Sagt er frá Krambúðinni sem verður opnuð á Húsavík á morgun. Greint frá alþjóðlegri ráðstefnu um jarðskjálfta sem haldin verður á Húsavík innanskamms. Birt er stórmerk gömul mynd af kynþokkafullri snjókellingu á Húsavík árið 1948. Pælt í spádómshæfileikum Jónasar frá Hriflu.
Og við sögu koma grafskriftarhúmor, Jói brasi, Völsungar, Internasjónalinn, leikritið Perfect, sumarkoman á Laugum, græddur en gleymdur eyrir. Og margt fleira. JS