Skandall L-listans
Andrea Hjálmsdóttir bæjarfulltrúi Vinstri grænna á Akureyri segir að meirihluti L-listans í bæjarstjórn hafi að sumu leyti staðið sig vel á kjörtímabilinu. Hún er ekki sammála forseta bæjarstjórnar um ekki sé hægt að saka meirihlutann um skandal á kjörtímabilinu.
Boðaðir nýir stjórnunarhættir, á borð við gegnsæa stjórnsýslu og nýjar nálganir, stóðust ekki. Þá voru uppi fögur loforð um ábyrgan rekstur bæjarins sem alls ekki hefur verið staðið við. Fjárhagsstaða bæjarins hefur versnað og það finnst mér vera mjög alvarlegt mál. Menn tala um enga skandala á kjörtímabilinu en að mínu mati er það skandall að L-listinn hafi rekið bæinn með tapi meirihluta kjörtímabilsins og það stefnir í áframhaldandi fjárhagsvandræði. Það er full ástæða til hafa áhyggjur. Við þurfum að skoða rekstur bæjarins gaumgæfilega og forgangsröðun fjármuna. Við þurfum líka að horfast í augu við það hversu fámenn við erum og hvaða þjónustu við viljum veita, segir Andrea.
ítarlega er rætt við hana í prentútgáfu Vikudags