13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Sjónaukinn 2021 – Notendamiðuð velferðarþjónusta: fortíð, nútíð og framtíð
Árleg ráðstefna Heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri fer fram rafrænt dagana 20.-21. maí 2021. Áhersla verður lögð á notendamiðaða velferðarþjónustu og sjónum beint að níu þemum:
- Þjónusta við fatlað fólk
- Notendamiðuð velferðarþjónusta: Hugmyndafræði og þróun
- Sálræn áföll og áfallamiðuð nálgun
- Reynsla kvenna af heilbrigðisþjónustu
- Öldrun
- Endurhæfing heima og að heiman
- Fullorðnir – að takast á við ýmsar heilsutengdar áskoranir
- Geðheilbrigði
- Störf og aðstæður heilbrigðisstarfsfólks og nemenda
Aðalfyrirlesarar eru Dr. Agnes Higgins, írskur geðhjúkrunarfræðingur, Dr. Yani Hamdani, iðjuþjálfi frá Kanada og svo Alma Ýr Ingólfsdóttir, mannréttindalögfræðingur, og Ragnheiður K. Jóhannesdóttir Thoroddsen, notandi velferðarþjónustu.
Auk erinda aðalfyrirlesara verða um 36 erindi sérfræðinga á sínu sviði.
„Notendamiðuð velferðarþjónusta er í brennidepli núna vegna mikilvægis samvinnu fagaðila og notenda. Við þekkjum það vel úr geð- og fötlunarmálum hvað forræðishyggja var allsráðandi en því viljum við breyta, og ekki bara í þessum málaflokkum heldur líka víðar í velferðarkerfinu“, segir Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri.