13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Sjö nemendur og sex starfsmenn Lundarskóla í einangrun
Sex starfsmenn og sjö nemendur í Lundarskóla á Akureyri eru í einangrun vegna kórónuveirunnar. Einhverjir nemendur til viðbótar eru í sóttkví vegna þessara smita og annarra samkvæmt upplýsingum frá skólayfirvöldum. Alls 43 nemendur í fyrsta bekk í Lundarskóla fóru í sóttkví í síðustu viku ásamt 18 starfsmönnum eftir að einn kennari árgangsins greindist með COVID-19.
Öll kennsla í Lundarskóla er skv. áætlun en þar sem þrír starfsmenn mötuneytis eru í einangrun þá er ekki hægt að halda því opnu í það minnsta þessa viku og fram í þá næstu.
Skammtíma-og frístundaþjónusta fyrir fatlaða í Þórunnarstræti 99 opnaði aftur á mánudag en starfseminni var lokað í tæpa viku vegna smita hjá starfsfólki. Yfir 30 starfsmenn og notendur þjónustunnar fóru í sóttkví og sýnatöku en allir fengu neikvætt sýni.
Alls er 102 í einangrun á Norðurlandi eystra og er það fækkun um sex frá því í gær. Þá fækkar einnig fólki í sóttkví á milli daga en alls eru 164 í sóttkví.