Serrano opnar á Akureyri

Veitingastaðurinn Serrano opnar á Akureyri í sumar en þetta staðfesti Emil Helgi Lárusson framkvæmdastjóri fyrirtækisins við Vikudag. Serrano rekur sjö veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu en verður staðsettur við Ráðhústorg 7 á Akureyri, þar sem verslunin Didda Nóa var áður til húsa. Veitingastaðurinn býður upp á mexíkóskan mat. „Við höfum lengi leitað að hentugu húsnæði á Akureyri og loksins gekk það eftir. Við erum mjög spennt fyrir því að koma norður,“ segir Emil. Hann segir ennfremur að stefnt sé að því að opna þann 14. júní næstkomandi.

throstur@vikudagur.is

Nýjast