Segja vegið að starfsheiðri starfsfólks á SAk

Sjúkrahúsið á Akureyri. Mynd/Þorgeir Baldursson
Sjúkrahúsið á Akureyri. Mynd/Þorgeir Baldursson

Framkvæmdastjórn Sjúkrahússins á Akureyri (Sak) sendi fyrr í dag frá sér yfirlýsingu þar sem fyrri yfirlýsingu hjúkrunarfræðinga við barnadeild spítalans er mótmælt; um að öryggi sjúklinga væri stefnt í hættu með því að vista fullorðna sjúklinga á barnadeild.

Í yfirlýsingu framkvæmdastjórnar kemur m.a. fram að stuðst hafi verið við gildandi verklag við flutning sjúklinga milli deilda. „Framkvæmdastjórn telur öryggi sjúklinga og starfsmanna ekki ógnað þrátt fyrir mikið álag og þykir miður að vegið sé að starfsheiðri þeirra góðu starfsmanna sem starfa á sjúkrahúsinu. Það er mat framkvæmdastjórnar að starfsmenn starfi af heilindum og ávallt með öryggi og velferð sinna sjúklinga að leiðarljósi,“ segir í yfirlýsingunni sem lesa má í heild sinni hér að neðan.  

 Yfirlýsing SAk

Nýjast