Dagskráin 18.desember - 8.janúar 2025
Samkomulag vegna úrbóta á stúkunni á Þórsvellinum undirritað
Fasteignir Akureyrarbæjar sem verkkaupi, Kollgáta og Mannvit sem hönnuðir, Hyrna sem verktaki og VN sem eftirlitsaðili, hafa gert mér sér samkomulag um úrbætur á stúkunni á Þórsvellinum. Byggingin var tekin í notkun á árinu 2009 og um veturinn það sama ár fór að koma fram leki á mannvirkinu sem hefur síðan verið viðvarandi við ákveðnar aðstæður. Unnin var matsgerð dómkvaddra matsmanna og var kostnaður við úrbætur þar áætlaður um 11,1 milljónir króna. Matsmenn settu fram hlutfallslega skiptingu á ábyrgð. Ábyrgð aðalhönnuða var metin 23%, verkfræðings 41%, verktaka/byggingarstjóra 27% og verkaupa/eftirlits 9%.
Aðilar voru ekki sáttir við niðurstöðu matsins og í þessu samkomulagi hefur Akureyrarbær tekið á sig stærri kostnaðarhlut, eða sem nemur 36% en verktakarnir rúmlega 60%. Oddur Helgi Halldórsson formaður stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar segir að um það hafi verið að ræða að semja eða fara í mál. Við töldum engan græða á því.
Í samkomulaginu sem allir málsaðilar hafa skrifað undir er skipting kostnaðar þannig að Fasteignir Akureyrarbæjar greiða rúma 4,1 milljón króna, eða 36%, Hyrna greiðir 2 milljónir, eða 18%, Kollgáta tæplega 1,7 milljón, eða 16%, Mannvit um 3 milljónir, eða 27% og VN 300 þúsund krónur, eða 3%.