SAk gaf 43 sjúkrarúm til Sierra Leone

Sjúkrarúmin frá Akureyri koma að góðum notum í Sierra Leone.
Sjúkrarúmin frá Akureyri koma að góðum notum í Sierra Leone.

Nýverið afhenti Aurora velgerðasjóður 43 sjúkrarúm til sjúkrahúsa í Sierra Leone í Afríku. Sjúkrahús Akureyrar gaf rúmin og lagði Samskip til flutninginn á þeim er fram kemur í tilkynningu. Stærstur hluti rúmanna fór til Princess Christain Maternity Hospital (PCMH), sem er helsta fæðingarsjúkrahúsið í Sierra Leone og einnig á þrjú önnur sjúkrahús.

Segir í tilkynningu að héraðið hafi orðið virkilega illa úti þegar borgarastríðið í landinu stóð sem hæst og var sjúkrahúsið þá jafnað við jörðu. Hafist var handa við endurbyggingu strax í kjölfar stríðsloka árið 2001. Inniviði í sjúkrahúsið vantar þó enn sárlega og braust því út mikill fögnuður þegar rúmin bárust. Aurora velgerðasjóður hefur starfrækt þróunarsamvinnuverkefni í Sierra Leone undanfarin 13 ár. Samhliða eigin verkefnum hefur sjóðurinn átt í samstarfi við stofnanir og fyrirtæki sem hafa viljað styðja við samfélagsleg verkefni í landinu.

 

Nýjast