Rúnar Bjarnason forstöðumaður PwC á Norðurlandi

Rúnar Bjarnason
Rúnar Bjarnason

Rúnar Bjarnason hefur verið ráðinn forstöðumaður PwC á Norðurlandi og hefur hann þegar hafið störf.

Rúnar er viðskiptafræðingur með meistaragráðu frá Háskóla Íslands og löggiltur endurskoðandi. Rúnar hóf störf hjá PwC árið 2008 og hefur gegnt ýmsum störfum tengdum endurskoðun hjá félaginu og nú síðast sem löggiltur endurskoðandi. Eiginkona Rúnars er Harpa Samúelsdóttir lögfræðingur og eiga þau tvö börn.

PwC á Norðurlandi  þjónar svæðinu frá Hrútafirði austur á Vopnafjörð og rekur skrifstofur á Akureyri og Húsavík. PwC leggur áherslu á að veita viðskiptavinum sínum á Norðurlandi góða og öfluga þjónustu en skrifstofan á Húsavík hóf starfsemi 1979 og fagnar því 35 ára afmæli á þessu ári.

PwC á Norðurlandi veitir þjónustu á sviði endurskoðunar, reikningsskila, fyrirtækjaráðgjafar og skatta- og lögfræðiráðgjafar auk þess að veita smærri rekstraraðilum og einstaklingum bókhalds- og framtalsþjónustu.

„Ég er mjög spenntur að fá tækifæri til að vinna með starfsfólki og viðskiptavinum PwC á Norðurlandi og takast á við þær áskoranir og verkefni sem þessi gamalgróna starfsemi á Norðurlandi stendur frammi fyrir,“ segir Rúnar.

Skrifstofur PwC á Norðurlandi  á Húsavík og  á Akureyri og starfa á skrifstofum félagsins 7 starfsmenn.

PwC á Íslandi er fyrirtæki á sviði endurskoðunar, reikningsskila, viðskiptaþjónustu, fyrirtækjaráðgjafar og skatta- og lögfræðiráðgjafar. Hjá félaginu starfa um 100 starfsmenn á sex starfsstöðvum en þær eru í Reykjavík, á Selfossi, Húsavík, Akureyri, Hvolsvelli og í Grundarfirði, segir í tilkynningu frá félaginu.

Nýjast