Rúmlega 26% fullbólusettir á Norðurlandi

Bólusetningar á Norðurlandi ganga vel. Mynd/Margrét Þóra.
Bólusetningar á Norðurlandi ganga vel. Mynd/Margrét Þóra.

Um 26,24% íbúa á Norðurlandi eru fullbólusettir og 23,5% þar sem bólusetning er hafin. Þetta kemur fram í tölum frá HSN við fyrirspurn blaðsins. Á Norðurlandi eru sex afhendingar staðir, þ.e. Blönduós, Sauðárkrókur, Fjallabyggð, Dalvík, Akureyri og Húsavík.

Samkvæmt upplýsingum frá HSN hefur verið leitast við að skipta bóluefninu hlutfallslega jafnt á milli staða þó stærð forgangshópa á hverjum stað hafi haft einhver áhrif á, t.d. eru hlutfalllega fleiri aldraðir í Fjallabyggð en á Akureyri svo dæmi séu tekin.

Handahófs bólusetningar á Akureyri

HSN fékk 2700 skammta af bóluefni fyrir þessa viku. Þar af eru um 1400 skammtar af Pfizer, um 960 skammtar frá Astra Zeneca og 360 skammta af Janssen bóluefninu. Pfizer og Janssen bóluefnin verða m.a. nýtt til að bólusetja þá sem eftir eru á forgangslistum og til að hefja handahófs bólusetningar.

Nýjast