13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Ríkisendurskoðun opnar skrifstofu á Akureyri
Skrifstofu Ríkisendurskoðunar á Akureyri var opnuð á dögunum og er til húsa á fjórðu hæð við Glerárgötu 34. Þar munu starfa fjórir til fimm starfsmenn í upphafi. Reynsla mun svo skera úr um hvernig mál þróast varðand fjölda starfsmanna. Undirbúningur á vegum Ríkisendurskoðunar varðandi opnun skrifstofu utan Reykjavíkur hefur staðið yfir um skeið. Því ferli lauk sl. helgi með formlegri opnun hennar.
Verkefni skrifstofunnar verða fjárhagsendurskoðun á ríkisaðilum í A-hluta ríkisreikning, þ.e. stofnunum, sem hafa starfsstöðvar á Norður- og Austurlandi. Eru það m.a. ýmsar heilbrigðisstofnanir, sýslumenn, menntastofnandi, löggæsla og fleiri embætti og stofnanir. Eins munu starfsmenn skrifstofu Ríkisendurskoðunar á Akureyri sinna ákveðnum verkefnum fyrir landið allt með rafrænum hætti.