Rannveig Götuhlaupari ársins

Rannveig Oddsóttir á harða spretti.
Rannveig Oddsóttir á harða spretti.

Rannveig Oddsdóttir hjá UFA var valin Götuhlaupari ársins í kvennaflokki á uppskeruhátíð FRÍ. Í karlaflokki varð Kári Steinn Karlsson í Breiðabliki fyrir valinu. Rannveig náði næst besta tíma íslenskrar konu frá upphafi í maraþonhlaupi þegar hún hljóp á 2:52:39 mín. í Berlín í Þýskalandi sl. september. Hún varð einnig önnur í hálfmaraþoninu í ágúst er hún hljóp á 1:23:14 mín. sem er hennar besti tími í hálfu maraþoni. Almennings- og víðavangshlaupanefnd FRÍ stóð fyrir valinu á íþróttamönnunum.

Nýjast