Rafmagnsbíll til Norðurorku

Helgi Jóhannesson (t.h.) tekur við lyklum rafmagnsbílsins úr hendi Áskels Þórs Gíslasonar rekstrarst…
Helgi Jóhannesson (t.h.) tekur við lyklum rafmagnsbílsins úr hendi Áskels Þórs Gíslasonar rekstrarstjóra bílaþjónustu Höldurs.

Norðurorka fékk í morgun afhendan rafmagnsbíl frá Höldi en um er að ræða Mitsubishi I-MiEv, sem er fyrsti fjöldaframleiddi rafmagnsbíllinn í heiminum. Bíllinn, sem kom fyrst á markaðinn árið 2009, notar eingöngu rafmagn og er því umhverfisvænn. Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku, segir spennandi fyrir fyrirtækið að prófa bílinn og mikilvægt sé að taka þátt í framþróuninni með því að reka rafmagnsbíl.

„Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvernig bíllinn reynist í akureyrskum vetraraðstæðum en það er einmitt eitt af því sem vert sé að prófa,“ segir Helgi.

Nýjast