Ræða framtíð Freyvangsleikhússins
Tveir fulltrúar Freyvangsleikhússins mættu til fundar við framkvæmdaráð í Eyjafjarðarsveit og ræddu framtíð Freyvangs.
Fram kemur í fundargerð að þeirri spurningu hafi verið velt upp hvað yrði um starfsemi Freyvangsleihússins ef húsið yrði selt og leikfélaginu boðið að nýta Laugaborg að einhverju leyti þess í stað og eða annað húsnæði.
Fulltrúar Freyvangsleikhússins gera ráð fyrir að ef svo færi myndi starfsemi leggjast af því umfang áhugaleikhúss væri töluvert meiri en bara sýningarnar sjálfar. Þá var þeirri hugmynd einnig velt upp hvort Freyvangsleikhúsið geti tekur við rekstri hússins og séð um allt minna viðhald þess.
Fram kom að ekki hefði verið tekin formlega ákvörðun um að selja húsið í Freyvangi en verið sé að skoða þann möguleika.
/MÞÞ