Prófkjör hjá Sjálfstæðisflokki um val á fjórum efstu á lista

Eva Hrund Einarsdóttir gefur ekki kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosni…
Eva Hrund Einarsdóttir gefur ekki kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar næsta vor. Prófkjör verður um val á fjórum efstu á lista flokksins.

Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Akureyri samþykkti á fundi sínum í Kaupangi í kvöld tillögu um að prófkjör fari fram við val á fjórum efstu sætum framboðslista við sveitarstjórnarkosningar vorið 2022. Áður hafði tillaga meirihluta stjórnar fulltrúaráðsins um röðun verið felld á fundinum, en hún þurfti að fá stuðning 2/3 fundarmanna. Kjörnefnd mun taka ákvörðun um framboðsfrest og dagsetningu prófkjörs.


Á fundinum tilkynnti Eva Hrund Einarsdóttir, bæjarfulltrúi, að hún gæfi ekki kost á sér til endurkjörs í kosningunum í vor. Hún hefur setið í bæjarstjórn frá árinu 2014.

Á fundinum var kjörnefnd til að sjá um ferlið fram að afgreiðslu framboðslista kjörin. Í henni eiga sæti níu fulltrúar - fjórir frá fulltrúaráði (kjörnir á fundinum) og einn frá hverju sjálfstæðisfélagi sem stjórnir félaganna tilnefna.  Þetta kemur fram á vefsíðu Íslendings nú i kvöld.

Nýjast